Það er ánægjulegt að kynna að eitt fallegasta Kampavínskaffihús landsins er komið í söluferli okkar í Sólveig Ráðgjöf Ehf.,
Við erum virkilega spennt að kynna þetta spennandi tækifæri fyrir réttum aðila, mikil tækifæri og frábærir samstarfsmöguleikar með Evu Maríu hjá Sætum Syndum.

Ljósmynd: Kristinn Magnússon Mbl.is
Kampavínskaffihúsið gengur glimrandi vel og fínir vaxtarmöguleikar en það er kominn tími á að einhver taki við því og að ég einbeiti mér að því að grípa önnur tækifæri við kökuframleiðsluna,
segir Eva María Hallgrímsdóttir, stofnandi og eigandi Sætra Synda.
Að sögn Evu Maríu stendur Kampavínskaffihúsið vel og margirfastakúnnarhalda tryggð við staðinn. Starfsfólk staðarins er með frábæra kunnáttu á freyðivíni, kampavíni og kræsingum og getur haldið áfram að þjónusta viðskiptavini Kampavínskaffihússins með nýjum eiganda.
„Framundan eru mikil tækifæri, bæði fyrir kaffihúsið og fyrir kökuframleiðsluna. Ég vildi að ég gæti verið á báðum stöðum og gefið þeim báðum 100% athygli mína en ég hef ákveðið að einbeita mér að kökuframleiðslunni sem er mín aðal ástríða. Mín ósk er sú að ég finni réttan aðila, með metnað og elju, til að halda áfram rekstri Kampavínskaffihússins,“
segir Eva María og bætir við að framtíðar möguleikar þess séu líka spennandi.
„Það er mikill uppgangur í Smáralindinni, skemmtilegir tímarframundanþar sem nýr aðili getur tekið þátt í.”
Umfjöllun af sölunni skrifað af Sjöfn Þórðardóttur má lesa inn hér.
Fyrir frekari upplýsingar endilega sendið tölvupóst á :
solveig@solveigconsulting.com / s: 620- 4746

Ljósmynd: Kristinn Magnússon Mbl.is
Comments