Sólveig fór í viðtal til Mörtu Maríu á Smartland MBL í viðtal um fyrirtækið, framan, hvernig kom til að hún stofnaði sitt eigið ráðgjafafyrirtæki Sólveig Ehf.
„Ég rek mitt eigið ráðgjafafyrirtæki, Sólveig Ráðgjöf, en starfaði áður á orku- og fjármálamarkaði frá 2007,“
segir Sólveig sem er einnig í hlutastarfi sem fjármálastjóri og ráðgjafi GeoSilica og situr í stjórn Disact.
Út á hvað gengur starfið?

/Ljósmynd: Hekla Flókadóttir
„Ég veiti sérhæfða fjármálaráðgjöf til fyrirtækja, hvort sem þau standa frammi fyrir áskorunum eða tækifærum eða bæði. Ég hjálpa fyrirtækjum að leysa vandamál, vaxa inn á ný mið eða grípa tækifæri. Algengustu verkefnin sem ég tek að mér eru endurfjármögnun, fjármögnun, kaup og sala fyrirtækja eða eininga innan fyrirtækja eða jafnvel nýrra höfuðstöðva. Ég framkvæmi einnig óháð verðmat og greini markaðinn bæði fyrir óskráð og skráð félög. Ég hef einnig verið að aðstoða einstaklinga, en það er í minna mæli og í dag mest í gegnum Kara Connect.“
Áttu þér einhverja kvenfyrirmynd?
"Það er til svo ótrúlega mikið af flottum kvenfyrirmyndum í íslensku atvinnulífi og ég á mismunandi fyrirmyndir og mentora eftir þeirra sérsviðum,“ segir Sólveig R. Gunnarsdóttir sem er formaður FKA Framtíðar.

l Ljósmynd: Silla Páls Frá vinstri: Sigríður Inga Svarfdal, Sjöfn Arna Karlsdóttir, Karlotta Halldórsdóttir, Sólveig R Gunnarsdóttir, Árdís Ethel Hrafnsdóttir, Ester Sif Harðardóttir og Maríanna Finnbogadóttir
Hægt að lesa meira inn á:
https://www.mbl.is/smartland/frami/2023/07/01/flestir_sem_hafa_nad_arangri_hafa_farid_i_gegnum_af/?fbclid=IwAR2TVU7yjAWPZrl-6x_WVdpOEwlS4rBudrzsFv2JVv_6XBrdxJk-VzS_XoY
コメント