Það var gaman að sjá að viðtal við Sólveigu R Gunnarsdóttur í fréttatíma RÚV haustið 2021 var í fréttaannál RÚV fyrir árið 2021. (Hefst á mín 38)
Þetta var vissulega heit umræða og gera má ráð fyrir að aðeins eigi eftir að hitna í kolunum á árinu enda yfirvofandi kjarasamningar í lok árs, 12 mánaða verðbólga vísitölu neysluverðs kominn yfir 5% og margt sem bendir til frekari stýrivaxtahækkana Seðlabankans fyrir 2022. Gott ár á hlutabréfamarkaði ýtir undir áhrif fjárfesta til að falla í gildru Gambler's Fallacy eða hugsunarvillu/skekkju fjárhættuspilarans. Heyrst hefur á umræðunni að einhverjir fjárfestar stefni að því að skortselja markaðinn, þar sem ávöxtun markaðarins hafi verið svo góð síðastliðið ár sé komið að því að það fari niður. Forræðishyggja opinberastofnana hefur gefið tilefni til áhyggja. Má gera ráð fyrir að fyrirtækin standi ekki sterkari fótum en svo og þau séu ekki rétt metinn? Það má gera ráð fyrir fleiri nýskráningum á félögum á markað í ár en í fyrra og fjölbreyttari fjárfestar ásamt mikilli aukningu einstaklinga á hlutabréfamarkaði gefur fjárfestum þó tilefni til bjartsýni.
Sólveig ehf., og Sólveig R Gunnarsdóttir ráðgjafi félagsins bíða spennt eftir áskorunum og tækifærum ársins 2022.
"Out of clutter find simplicity. From discord, find harmony. In the middle of difficulty, lies opportunity." - Albert Einstein
Comments