top of page
Search

Fréttatími RÚV - Stýrivaxtahækkun

Sólveig R Gunnarsdóttir fór í viðtal í fréttatíma RÚV, 17.nóvember 2021 síðastliðinn þegar Seðlabanki Íslands hækkaði meginvexti bankans, stýrivexti svokallaða um 50 bpkt eða upp í 2%.

Mikil umræða skapaðist í kjölfarið, sem skiptist í fylkingar annars vegar Seðlabankinn, að einhverju leiti atvinnulífið og síðast en ekki síst verkalýðsfélögin.


Að okkar mati var nokkuð ljóst að seðlabankastjóri stefndi að hækkun vaxta, það hefði því í raun ekki átt að koma mörgum á óvart. Tekinn var ákvörðun um skarpa lækkun vaxta sem skapaði óvenju lágt vaxtastig á íslenskum mælivarða yfir verstu tíma COVID-19 faraldursins, þegar enginn vissi hvert í stefndi. Seðlabankinn tók þá ákvörðun um að lækka vexti hressilega til að styðja við einstakling/fyrirtæki og hvetja til kaupa/lánveitinga og annarra fjármálagerninga. Nú hefur verðbólgan hækkað þrátt fyrir lágt vaxtastig, þar sem verðbólgan virðist byggja einna helst á innfluttri verðbólgu og fasteignamarkaði.


Fréttamenn RÚV höfðu helst áhuga á að vita hvaða áhrif þetta hefði á lántakendur - og þá einstaklinga.


Að mati Sólveigar, hefur stýrivaxtahækkun Seðlabankans mest áhrif á nýja íbúðakaupendur og þá sem hafa háan höfuðstól í hlutfalli við virði eignarinnar, þunga greiðslubyrgði og eru með breytilega vexti. Frá áramótum má áætla að mánaðarleg greiðslubyrði 40 milljón króna húsnæðisláns hækkað um 24 þúsund krónur.


Áhrif stýrivaxtahækkana mun þó ekki aðeins hafa áhrif á óverðtryggð lán með breytilega vexti, heldur líka verðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Vonast er til að með hækkun stýrivaxta sé hægt muni vísitala verðbólgu lækka, í dag stendur 12 mánaða breyting á vísitölu neysluverðs í 4,5%.


Áhrif stýrivaxta hefur víðtæk áhrif á ólíka þætti, ekki bara á núverandi lán heldur má nefna augljós dæmi:

  1. Dregið út lántöku og getu einstaklinga til að standast greiðslumat, þar með getur það dregið úr samkeppni á fasteignamarkaði

  2. Hægt á fjárfestingum sem þarfnast lánsfjár.

  3. Fjármagnseigendur - fá hærri vexti á innlánum

  4. Fasteignafélög og leigufélög eru oft mikið veðsett og vaxtabreytingar geta haft mikil áhrif

  5. Fjármögnun og fjárfestingar fyrirtækja og einstaklinga

Og margt fleira.


Munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum eru vextir óverðtryggða lána eru hærri en á verðtryggðum lánum, enda gerir vaxtastig óverðtryggðra lána ráð fyrir verðbólgu. Verðtryggð lán bera lægri nafnvexti en til viðbótar eru reiknaðar verðbætur sem eru jafnháar verðbólgunni. Ef nafnvextir á verðtryggðu láni eru 2% og verðbólga er 4,5% leggjast 4,5% verðbætur ofan á höfuðstólinn. Vextirnir eru reiknaðir af höfuðstólnum og nafnávöxtun er því rúmlega 6.5%.


Þar sem verðbætur leggjast við höfuðstólinn eru afborganir af verðtryggðum lánum lægri í upphafi lánstímans en höfuðstóllinn lækkar hægar.


Vextir á óverðtryggðum lánum greiðast að fullu í hvert sinn sem þarf að greiða af láninu og leggjast ekki við höfuðstólinn. Af þeim sökum er greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum þyngri í upphafi en lækkar síðan eftir því sem líður á lánstímann.

Stýrivaxtahækkun Seðlabankans mun hækka greiðslubyrði íbúðalána.

„Mestu vextirnir (vaxtagreiðslur) eru alltaf í upphafi þegar höfuðstóllinn er stór. Þannig að þeir sem voru að kaupa sér fasteign á árinu og eru með breytilega vexti, þetta mun hafa mest áhrif á þá. Ef við erum að tala um 60 milljón króna eign, 40 milljón króna lán þá er þetta svona 11 þúsund kall „give or take" á mánuði sem greiðslubyrðin mun hækka.

Vaxtahækkanir frá áramótum á sama láni, sem er óverðtryggt til 25 ára með breytilegum vöxtum, hafa að sögn Sólveigar aukið greiðslubyrði á mánuði um 24 þúsund krónur.

Fréttamaður RÚV spyr "Talsvert sé um að fólk skuldbreyti lánum sínum og eða flytji þau milli lánafyrirtækja til að fá betri kjör. En er samkeppnin heilbrigð eða mætti hún vera harðari, í þágu lántakenda?" „Það er kannski erfitt að segja til um það en með hærri stýrivöxtum þá ætti að vera hægt að bjóða upp á meiri samkeppni.“

Margt bendi til að stýrivextir haldi áfram að hækka.

Fréttamaður RÚV spyr: "En myndir þú ekki alla vega segja að við værum að fara í gegnum ástand þar sem maður þarf að vakta þessa þætti í heimilisbókhaldinu eins og fálki?"

„Jú, ef maður er með breytilega vexti. En ef maður er með fasta vexti þá getur maður bara slakað á í sófanum.“*

* Athugum þó að mismunandi aðstæður, lánakjör, launakjör, veðsetningarhlutfall, veð og söluandvirði veðs og margir aðrir þættir geta haft áhrif á hvorn veginn sem er.


155 views0 comments

Kommentare


bottom of page