top of page
Search

Fréttir af Vesturlandi

Í upphafi árs fór Sólveig R Gunnarsdóttir í persónulegt og skemmtilegt viðtal við Skessuhornið um ráðgjafafyrirtækið Sólveig ehf og aðeins inn á persónuna á bak við félagið.


Þeir sem ekki vita, að þá er Sólveig R Gunnarsdóttir, stofnandi og eigandi félagsins alinn upp á Hvanneyri í Borgarfirði og ber sterkar taugar til Vesturlands."Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir er fædd og uppalin á Hvanneyri í Borgarfirði, dóttir Gunnars Arnar Guðmundssonar dýralæknis og Elísabetar Haraldsdóttur, leirlistakonu, fyrrum skólastjóra Andakílsskóla og menningarfulltrúa Vesturlands. „Ég á líka tvo bræður og ég held nú að við höfum öll spilað körfu með Skallagrími á einhverjum tímapunkti. Ég var líka að keppa á hestum með Faxa og gekk í Andakílsskóla og svo Kleppjárnsreykjaskóla,“ segir Sólveig í samtali við Skessuhorn. Í dag er Sólveig 35 ára sjálfstætt starfandi fjármálaráðgjafi. Hún er gift Karl Stephen Stock og saman eiga þau þrjú börn á aldrinum fjögurra til tíu ára." / Skessuhorn Fréttir 26.janúar 2022.


Áskrifendur geta séð alla greinina, en brot úr greininni má sjá hér:


Alltaf gaman að minna á sig í heimahögum.


262 views0 comments

תגובות


bottom of page