Straumar og stefnur 2021-2022
Nú eftir óumdeilanlega eftirminnileg og ófyrirsjáanlegu ári eftir að heimsfaraldur COVID 19 reið yfir, er byrjað nýtt ár. Búið að þróa og byrjað að bólusetja og allir sjá fram á bjartari tíma.
COVID er þó ekki búið og enn langt í land. Hvernig það fer eða þróast látum við í hendur fræðimanna með heilbrigðismenntun á bakinu. Þróunarríki eiga enn langt í land og ljóst að bólusetningar þar byrja og klárast seinna en hér á Vesturlöndum. Hvernig það mun hafa áhrif á hagkerfið á eftir að koma í ljós – en líklegt er að efnahagsbati og bati í vissum greinum verði ekki jafn ör og vonir standast til.
Hvernig fyrirtæki ætla að taka á móti 2021 og framtíðinni er þó spennandi og áhugavert að skoða. Hvernig ætla fyrirtæki að koma út úr COVID 19 og halda áfram að nýta sér stuttar boðleiðir, úrræðasemi, ekki bara varnarleik heldur líka fara í sókn og hvaða stefnu og strauma má marka fyrir seinni hluta ársins 2021 og 2022.
Vissulega eru ólíkar stefnur innan hvers atvinnugreinar, en heilt yfir litið teljum við að árið eigi eftir að mótast af þessum 9 stefnum:
1. HEIMAHÖGUM EÐA ALÞJÓÐLEGA
Við teljum að fólk eigi eftir að versla í heimahaga þær vörur sem eru íslenskt hugvit/framleiðsla eða hráefni, litlu búðirnar/kaffihúsin og annað í nærumhverfi. Hins vegar í vaxandi stafrænum verslunarrekstri eigi margir eftir að versla alþjóðleg merki frekar á erlendum vefsíðum. Sömuleiðis þurfa íslenskir fyrirtækjaeigendur einnig að huga að nærumhverfi sínu, þá eigum við til dæmis við ferðmenn og útflutning. Verðmætasköpun og velvild í heimahögun skiptir líka máli.
Þó fyrirtækið byggi aðalega á ferðamönnum og eða útflutningi, skiptir máli eða gefa til baka til heimahaga, eða bæta kjör heimamanna.
Gamaldags viðhorf, en virðist hafa skipt sköpun fyrir þau félög sem gættu að þessum samböndum þegar landið lokaðist.
2. STAFRÆNT UMHVERFI (buzz orð ársins 2020 #stafrænt)
Ætli við munum ekki líta í sögubækurnar og kalla komandi ár, „stafrænu byltinguna“. Það hefur verið aðdáunarvert á sjá mörg fyrirtæki aðlaga sig stafrænni framtíð og lausnum til að geta þjónustað viðskiptavini sína betur á þessum undarlegu tímum.
Margt var nú löngu þarft og löngu tímabært.
Það er þó nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að halda vel á spöðunum og halda áfram í þessari þróun og horfa fram á veginn í stafrænum lausnum.
Vonandi getur Ísland tileinkað sér fleiri stafrænar lausnir og rafrænar lausnir bæði hjá fyrirtækjum og ríkinu, minnka pappírsvinnu.
Framtíðin er vonandi samt í sameiginlegum lausnum en ekki í fjölda hundraða Appa.
3. HEILBRIGÐISVÍSINDI OG LYFJAGEIRINN
Eftir heimsfaraldurinn, hefur heilbrigðisgeirinn minnt á sig og mikilvægi hans. Það má vænta meira fjármagns í að bæta innviði heilbrigðisþjónustu um allan heim. Þarna er mikið tækifæri, líka á Íslandi til að endurskipuleggja heilbrigðisgeirann.
Auk þess höfum við séð miklar framþróanir í þróun lyfja, og lyfja leyfa. Lyfjaprófanir og leyfi tóku yfirleitt 10 ár + en nú erum við að sjá samþykkt bóluefni eftir sömu prófanir og leyfi eftir aðeins nokkra mánuði. Það er því að vænta mikillar nýsköpunar í lyfjaþróun, bæði í tengslum við COVID-19 en líka tengd öðrum sjúkdómum. Það hefur oft verið erfitt að fjárfesta í lyfjageiranum, lítil fyrirtæki eru oft keypt af risunum, út af þessum langa og þunga prófunarfasa sem tekur mörg ár og oft ekki sett fjármagn í lyf fyrir sjúklinga með sjaldgæfa sjúkdóma af sömu ástæðum. Við spáum því að nú eigi þetta eftir að breytast og þrátt fyrir strangt prófunarferli (testing), þá er von um að lyf fái leyfi fyrr og þar með verði meiri nýsköpun og fleiri ný lyf á markaði á næstu árum.
Við teljum að þetta opni líka frekar á markaði tækniþróana og nýjungar á heilbrigðistækjum.
4. SKRIFSTOFA EÐA HEIMA - FJARFUNDIR
Við teljum að skrifstofur eigi ekki eftir að leggjast af, en notkun þeirra mögulega breytast. Fólk á mögulega eftir að bjóðast meiri sveigjanleiki til að vinna heima en vonandi eiga stimpilklukkur eftir að leggjast af? Þar með hefur viðvera minna vægi en gæði og skil verkefna.
Þar með býðst starfsmönnum opnari kostur á að vinna í öðrum landshluta eða öðru landi. Það á því ekki lengur að skipta máli hvort þú búir á Eskifirði en vinnir í London.
Fjarfundir hafa orðið skylda frekar en val á árinu 2020, og þar með hafa fyrirtæki líkt og Zoom vaxtið 430% á markaði. Lausnir annara fyrirtækja líkt og Microsoft Teams, Messenger Room, Google Hangout, GoToMeeting hafa haldið áfram að þróa framúrskarandi lausnir fyrir fjarfundi. Þar með opnað á fjarvinnu starfsmanna út um allan heim. Það er okkar mat að þó við eigum eftir að upplifa fundi auglitis til auglitis, eigi þróun og notkun fjarfundakerfa eftir að vaxa mikið.
Þar með hefur opnast frekar á möguleika fyrir félög að sækja inn á nýja markaði og funda með erlendum hagsmunaaðilum á fjarfundum. Þetta hefur verið mikil breyting fyrir til dæmis nýsköpunarfyrirtæki. Auk þess að halda utan um verkefni, verkefnastöðu og lausnir
Mögulega eiga opnar vinnustofur, líkt og Vinnustofa Kjarvals eftir að verða vinsælli, þar sem þú getur unnið í kringum ólíkt fólk með mismunandi sérsvið og í ólíkum geirum.
5. SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ (e. corporate social responsibility)
Umræða um samfélagslega ábyrgð hefur verið hávær og mun aðeins aukast. Neytendur, samfélög, ríki og fyrirtæki eru að taka meðvitaðar ákvarðanir sem hafa áhrifa á umhverfið og samfélagið í heild.
Þrátt fyrir oft kostnaðarsamar aðgerðir, þá virðast félög skapa verðmæti til framtíðar, bæði frá viðskiptavinum, en líka frá yfirvöldum/ríki og stofunum, koma í veg fyrir gjöld/skatt í framtíðinni.
Fyrirtæki sem sýna samfélagslega ábyrgð, t.d. með kolefnisjöfnun, grænu fótspori, vinnuafli, jafnrétti minnihlutahópa eða aðrar aðgerðir, fá hærra undir höfði gagnvart neytendum.
Dæmi er um að fyrirtæki fá styrki til frekari þróunar og hvatningu frá ríki og viðskiptavinum þeirra. Kröfur yfirvalda og neytenda um grænni valkosti er orðinn hávær og hefur orðið mikil neytendavakning hvað þetta varðar.
6. SAGA („What is your story“)
Í dag snýst allt um sögur, skjátíma jókst um heim allan á árinu 2020, þar sem miðlar líkt og NetFlix, YouTube, Facebook Stories, Instagram Stories, TikTokc og Snapchat réðu ríkjum. Hefðbundnar auglýsingar kallast “spam” og gerð er meiri krafa um gæði markaðsefnisins. Saga fyrirtækja, stefna þeirra í umhverfismálum í sögu og saga þeirra úr bílskúrnum í stærsta tæknifyrirtæki heims er orðin enn mikilvægari.
Hver er saga þíns fyrirtækis?
7. SNERTILAUSAR LAUSNIR
Íslendingar og íslensku bankarnir voru lengi að taka við sér með snerilausar greiðslulausnir sem nú eru orðið „norm“.
Sama má segja um heimsendingar, sem nú eru að verða öflugri, algengari og „sjálfsagðari“ í augum neytenda. Fyrirtæki sem áður buðu ekki upp á heimsendingar hafa flest hoppað á vagninn, ef ekki nú þegar þá má búast við því árið 2021.
Nú er hægt að fá ekki aðeins föt, skó og bækur heimsendar, heldur líka matvörur & nauðsynjar úr matvöruverslunum, lyfseðilskyld lyf og kvöldverð frá uppáhalds veitingastaðnum þínum. Löngu tímabærar breytingar.
AHA hefur verið hvað mest framúrskarandi á þessu sviði á Íslandi, þar sem stefna þeirra hefur verið að aka einungis á rafmagnsbílum og árið 2018 byrjaði AHA að bjóða upp á heimsendingu með Drónum, í samstarfi við Flytrex árið 2018.
Í Kína og Bandaríkjunum hefur orðið enn frekari þróun, er varðar snertilausar mannlausar sendingar. Meituan, heimsendingarfyrirtæki hefur nú hafið sendingar með vélmönnum (robots on wheels). Þróunin og prófanir voru hafnar fyrir COVID-19 en áhugi viðskiptavina hefur aukist til muna í COVID-19 faraldrinum.
8. SJÁLFKEYRANDI BÍLAR/ RAFMAGNSHJÓL OG RAFMAGNSHLAUPAHJÓL
Fyrir 20 árum, var talið fullvíst að allir yrðu á sjálfkeyrandi bílum. Í dag 2021, er rauninn önnur. Sjálfkeyrandi lausnir og jafnvel sjálfkeyrandi leigabílaþjónustur eru þó á radarnum.
Árin 2019-2020 einkenndu enn frekar innkomu rafmagnshlaupahjóla og rafmagnshjóla, bæði í eigu einstaklinga og í deilihagkerfi.
Krafa neytenda eru ekki aðeins umhverfsisjónarmið, heldur líka meiri sjálfvirkni og sneritlausnir. Þetta er þó ekki eingöngu neytendadrifið, heldur eru borgir og lönd að reyna að uppfylla Parísarsáttmálan og með tillit til þess þá er nauðsynlegt að fjölga umhverfisvænni samgöngumátum.
Bílaframleiðendur eru flestir með að innleiða frekari lausnir í sjálfkeyrandi eiginleikum. Grunn eiginleikar líkt og að nema hraðatakmarkanir á skyltum, nema græn/rauð umferðarljós, nema akgreinar og fleira eru nú þegar í mörgum nýjum bílum.
Ford stefnir á að kynna sjálfkeyrandi „ride sharing“ þjónustu 2021.
9. FJÁRMÖGNUN & FJÁRTÆKNI (E. FINTECH)
Á Íslandi hafa orðið miklar breytingar, stýrivextir hafa lækkað mikið og standa nú í 0,75%. Ef fyrirtæki hafa ekki endurfjármagnað nú þegar, sótt um stuðningslán vegna COVID-19, þá eiga þau eftir að gera það árið 2021.
Nýr geiri á Íslandi á eftir að taka bita af kökunni og vaxa að sömu stærðargráðu og ferðaþjónustan.
Mikil samkeppni er í fjártækni umhverfinu og margar nýjar lausnir að koma á yfirborðið.
Hvernig ætlar þitt fyrirtæki að fjárfesta í framtíðinni? Hvernig ætlar þitt fyrirtæki að styðja við vöxt félagsins til framtíðar miðað við helstu stefnur og strauma?
コメント