top of page
Search
Sólveig R Gunnarsdóttir

Valmöguleikar heimila og fyrirtækja í hækkandi vaxtaumhverfi og verðbólgu


Sólveig R Gunnarsdóttir fór í byrjun september 2022 í Bítið á Bylgjunni til Gulla Helga og Lilju að ræða valmöguleika heimila og fyrirtækja í hækkandi vaxtaumhverfi og verðbólgu.


Miklar stýrivaxtahækkanir samhliða hækkandi verðlagi hefur haft veruleg áhrif á heimilin og fyrirtækin í landinu.




„Það er í löggjöfinni um lán til neytenda, það er einstaklinga, að ef séð er fram á tímabundna greiðsluörðugleika þá ber lánveitanda að aðstoða,“ segir Sólveig Gunnarsdóttir fjármála- og fyrirtækjaráðgjafi.




„Ef við ætlum að fara í greiðsluerfiðleikaúrræði, sem er yfirleitt bara í stuttan tíma, þá verður það að vera fæðingarorlof, tímabundið atvinnuleysi eða alvarleg veikindi. Eitthvað á þeirri línu. Hins vegar, eins og ástandið er í dag, fólk sem er með breytilega vexti og sér ekki fram á að ná utan um þetta þrátt fyrir að það séu ekki tímabundnar aðstæður, þá getur það farið í bankann og óskað eftir að finna einhverja úrlausn sinna leiða. Það getur verið með því að lengja í láninu, breyta tegund lánsins og eitthvað slíkt.“

„Ég er oft að fá einstaklinga sem eru með ótrúlega mörg skammtímalán sem eru með himinháa vaxti og bíta miklu harðar í núna en íbúðalánin,“ segir Sólveig.


Því þó fasteignalánin séu almennt stærsti útgjaldaliður heimilanna og fólk bregði því mest þegar þau hækki, er ýmislegt annað líkt og skammtímalán sem geti vegið þyngra með tillit til vaxtagjalda núna.


Íslandsbanki ákvað í kjölfar þessari umfjöllunar að birta greiðsluúrræði tengt til dæmis fæðingarorlofi ofar á síðunni og hafa þessa valkosti sýnilegri.



Og grein upp úr viðtalinu má sjá á Vísi sem birtist í kjölfarið: https://www.visir.is/g/20222305248d


95 views0 comments

Commentaires


bottom of page