top of page
Search

Eitt fallegasta kampavínskaffihúsið leitar að nýjum eiganda

Það er ánægjulegt að kynna að eitt fallegasta Kampavínskaffihús landsins er komið í söluferli okkar í Sólveig Ráðgjöf Ehf.,


Við erum virkilega spennt að kynna þetta spennandi tækifæri fyrir réttum aðila, mikil tækifæri og frábærir samstarfsmöguleikar með Evu Maríu hjá Sætum Syndum.


Ljósmynd: Kristinn Magnússon Mbl.is


Kampa­vínskaffi­húsið geng­ur glimr­andi vel og fín­ir vaxt­ar­mögu­leik­ar en það er kom­inn tími á að ein­hver taki við því og að ég ein­beiti mér að því að grípa önn­ur tæki­færi við köku­fram­leiðsluna,

seg­ir Eva María Hall­gríms­dótt­ir, stofn­andi og eig­andi Sætra Synda.


Að sögn Evu Maríu stend­ur Kampa­vínskaffi­húsið vel og marg­irfastak­únn­arhalda tryggð við staðinn. Starfs­fólk staðar­ins er með frá­bæra kunn­áttu á freyðivíni, kampa­víni og kræs­ing­um og get­ur haldið áfram að þjón­usta viðskipta­vini Kampa­vínskaffi­húss­ins með nýj­um eig­anda.


„Framund­an eru mik­il tæki­færi, bæði fyr­ir kaffi­húsið og fyr­ir köku­fram­leiðsluna. Ég vildi að ég gæti verið á báðum stöðum og gefið þeim báðum 100% at­hygli mína en ég hef ákveðið að ein­beita mér að köku­fram­leiðslunni sem er mín aðal ástríða. Mín ósk er sú að ég finni rétt­an aðila, með metnað og elju, til að halda áfram rekstri Kampa­vínskaffi­húss­ins,“

seg­ir Eva María og bæt­ir við að framtíðar mögu­leik­ar þess séu líka spenn­andi.

„Það er mik­ill upp­gang­ur í Smáralind­inni, skemmti­leg­ir tím­arframund­anþar sem nýr aðili get­ur tekið þátt í.”

Umfjöllun af sölunni skrifað af Sjöfn Þórðardóttur má lesa inn hér.


Fyrir frekari upplýsingar endilega sendið tölvupóst á :



Ljósmynd: Kristinn Magnússon Mbl.is

61 views0 comments
bottom of page