top of page
Search

ERU VAXTARTÆKIFÆRI Í COVID?

Updated: Nov 24, 2021

Sólveig R Gunnarsdóttir, ráðgjafi hjá Sólveig ehf., 25.nóvember 2020.

Margir eru alltaf að bíða eftir tækifærinu til að geta vaxið, að fyrirtækið sé nógu vel í stakk búið og það sé nóg “cash í kassanum”. Bíða þar til Covid-19, þessi heimsfaraldur og árið 2020 sé búið. Nú eru allir í varnarleik eða í stafrænni vegferð!

Það er þó ekki alltaf raunin, þ.e.a.s. að best sé að bíða eftir þessum „fullkomna“ tíma til þess að nýta tækifærin. Tækifærin gætu verið núna!


Fyrirtæki ráðast oft í kostnaðarsama stefnumótun. Setja stefnu með markmiðum til næstu ára sem stjórn setur fram. Markmið er þó ekki stefnumótun. Stefnumótun hefur misst mark sitt og í dag eru allir í stefnumótun, þegar raunin er að mörg fyrirtæki eru í markmiðasetningu.


Margir Íslendingar vilja þýða orðið stefnumótun sem “strategy”. Er það, það sama að setja sér markmið og að vera með hernaðarlegar aðgerðir til þess að ná stærri bita af markaði, nýta tækifæri og veikleika samkeppnisaðila til að herja á ný ? Er það markmið eða stefnumótun eða er það hernaðarkænska, eða það sem kallast “strategy”.


Það er nauðsynlegt að skilgreina betur mismuninn á “strategy” og markmiðum.

Sigrar hafa ekki alltaf unnist með því að vera með stærstu viðskiptavinina, stærsta kúnnahópinn, sterkasta starfsfólkið eða mesta peninginn á bankabókinni… Við sjáum í dag, hvað það getur breyst fljótt. Mörg fyrirtæki hafa komist áfram og vaxið á kænsku og strategískum aðgerðum, skipulögðum aðgerðum.


Það þarf að stoppa og hugsa, en ekki æða áfram í annríkum hversdagsleikanum.

Það má líkja þessu við að tefla skák. Í skák eru margar strategískar aðgerðir. Oft felast í þeim blekkingar, þar sem það lítur út fyrir að leikmaður hafi gert mistök eða sé að fórna t.d. hrók, með þeirri strategísku aðgerð að fá mótherjann til að færa mannganginn í ákveðna átt, eða opna borðið. Skák er mjög strategískur leikur, þar sem leikmenn reyna að stýra mótherja sínum í aðgerðir til að sigra. Þetta er líka þekkt í fleiri leikjum, líkt og í körfubolta, þar sem sett eru upp mörg mismunandi leikkerfi. Mótherjinn er skoðaður vel, veikleikar og styrkleikar. Reynt er að koma í veg fyrir að mótherjinn geti notað styrkleika sína til fulls, t.d. styrkleikinn getur legið í ákveðnum leikmanni svo sem aðal skyttunni en einnig þarf að átta sig á og nýta sér veikleika liðsins, til þess að ná fram sigri.

Með því að fara í aðgerðir sem samkeppnisaðili þinn býst ekki við, hvort sem það er með sókn eða með ólíkum leiðum, geta myndast gríðarlegt tækifæri sem fyrirtæki geta nýtt sér til að vaxa í.

Sumir hafa vissulega “cash í kassanum” og þurfa þá að hugsa til þess að það séu ekki alltaf auðveldir tímar framundan, hvort skoða eigi og nýta eigi núverandi fjármuni, sækja á nýja markaði, fjárfesta eða hvaða leiðir fara eigi að fara með fyrirtækið inn í framtíðina.

Hvernig ætlið þið að koma út úr Covid-19 og árinu 2020? Hvernig ætlar þitt fyrirtæki að vaxa næstu árin?
Nú eru flestir búnir að vera í varnarleik eða stafrænni vegferð en hvað kemur á eftir því?
234 views0 comments
bottom of page